Færsluflokkur: Bloggar

Bolt hljóp hraðar en í fyrra...

Þetta er svipað og að fara á íþróttasíðurnar og sjá að Bolt hafi sett nýtt heimsmet í 100m hlaupi og einu upplýsingar sem væru fylgjandi þeirri frétt væri að hann hefði hlaupið hraðar en þegar hann setti heimsmet í fyrra. Engar tölulegar upplýsingar.

Hver var meðalhiti í apríl? Hversu kalt var í apríl 2006? Hver er meðal úrkoma og sólskinsstundafjöldi í Reykjavík í apríl?

Þetta eru allt upplýsingar sem hefðu mátt fylgja þessari frétt til að gera hana ögn bitastæðari :)


mbl.is Nýliðinn aprílmánuður reyndist kaldari en mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Loksins!!!

Darren Fletcher, hinn skoski Pele, er loksins flokkaður með sterkum leikmönnum :)
mbl.is Byrjunarlið United í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hálf milljón til eða frá :)

Miðað við gengið í dag á evrunni, þá eru þetta rúmar 5,9 milljónir króna. Þannig að þessi "frétt" hefur hækkað um hálfa milljón síðan hún var reiknuð.

Spurning um að leggjast í helgan stein núna, enda á ég heilar 113 dkr á gjaldeyrisreikningi síðan fyrir aldamót ;-) 


mbl.is Kassi af kampavíni á 50 þúsund evrur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stubbar og heimsyfirráð?

Þetta er hið dularfyllsta mál. Ég var einmitt að horfa á Stubbana um daginn með syni mínum og þar einmitt var marglitað ský sem rigndi marglita dropum. Reyndar spruttu upp marglita blóm þar sem þeir lentu. Spurning hvort þetta sé eitthvað sem almannavarnaráðuneyti Rússlands ætti að athuga?

Þeir ættu allavega að kanna eftirfarandi staðreynd. Því árið 2000 lögðu Stubbarnir einmitt land undir fót og gerðu innrás í Rússland (skv. http://news.bbc.co.uk/2/hi/entertainment/1020408.stm). Þetta gæti verið skref í heimsyfirráðabruggi Stubbana.

Ég mælist til að KGB hafi upp á þeim og gefi þeim "te" uppá breskan máta... 


mbl.is Marglitur og illa lyktandi snjór fellur í Rússlandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þykkvabæjarjónurnar

Trúir þú á álfasögur? Það er allavega gaman að sjá fyrir sér Þykkvabæjarálfana sitja saman í hippakommúnískum hring og syngja eftirfarandi útgáfu af gömlu góðu Þykkvabæjarauglýsingunni :)

"Þykkvabæjarjónurnar þær gefa vel í hausa.
Þær skekkja einnig sjónina og gefa tauma lausa.
Reyktar útí horni eða í góðra vina hóp.
Þessar jónur eru alveg hákvalítetsdóp."

Svo þarf bara að klára lagið og taka upp nýja auglýsingu ;)
mbl.is Kannabisplöntur gerðar upptækar í Þykkvabæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um bloggið

Mblaður Munda

Stundum verður maður bara að blaðra smá...

Höfundur

Ingimundur G. Níelsson
Ingimundur G. Níelsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband